Skip to main content
  • Technik
  • Technik

Rétt tækni er lykilatriði

Að sjálfsögðu búum við yfir nauðsynlegum fagorðaforða ekki síður en góðum skilningi á því tæknilega samhengi sem um ræðir. Það er sá faggrundvöllur sem við byggjum á þegar við þýðum leiðbeininga- og hjálparefni fyrir verkforrit.

Við notum nýjasta búnað sem völ er á til þýðinga og hugbúnaðarstaðfærslu og tryggjum með því gott samræmi á milli allra hluta verkefnisins.

Langar þig að vita hvernig þessi tækni getur nýst þér? Hikaðu ekki við að spyrja okkur!

Tæknileg og þýðingartengd þjónusta:

Þýðingarminni

Við notum alla jafna þann þýðingarhugbúnað sem þú óskar eftir, SDL Trados eða önnur forrit. Frumtextinn er vistaður með samsvarandi þýðingu í gagnagrunni forritsins og gefst þannig færi á samanburði nýs texta við svipaða eldri texta og þýðingar á þeim sem fyrir eru í þýðingarminninu. Búnaðurinn er aðgengilegur á Internetinu og starfræktur á miðlara til þess að margir þýðendur – bæði innan og utan húsveggjanna – geti unnið samtímis við skrár í sama verkefni, notað þýðingar sem þegar eru til og bætt nýjum við.

Hugbúnaðarstaðfærsla

SDL Passolo er þýðingarforrit sem hentar þessu sviði því auk þýðingaraðgerða býr hann yfir prófunaraðgerðum og viðmótum fyrir þýðingarminni. Passolo styður öll skráarsnið og flýtir fyrir og einfaldar tæknileg atriði í sambandi við staðfærslu. Við tökum að sjálfsögðu tillit til þinna óska þegar kemur að því að velja þýðingarforrit.

Stærðarbreytingar í hugbúnaði

Þýddur texti er sjaldan af sömu lengd og frumtextinn. Við lögum stærð textareita að innihaldinu til þess að tryggt sé að textinn sjáist allur og birtist rétt í staðfærðum hugbúnaði.

Prófun á hugbúnaðinum og undirbúningur netlægs hjálparefnis

Þegar þýðingu er lokið prófum við hugbúnaðinn til þess að ganga úr skugga um að þýðingin sé rétt og hugbúnaðurinn vel læsilegur – og að hann virki óaðfinnanlega. Við tökum saman netlægt hjálparefni og förum yfir innihald og aðgerðir. Þegar allt kemur til alls er hjálp til lítils ef hún lýsir viðkomandi hugbúnaði ekki rétt.

Skrifborðsútgáfa

Við afhendum gjarnan þýdd gögn á sama sniði og frumtextinn. Og að sjálfsögðu lögum við umbrotið að lengd marktextans. Þú getur einnig fengið efnið á prenthæfu sniði ef þú óskar eftir því.

Grafísk vinnsla og skjáskot

Við þýðum efni mynda og skýringarmynda og lögum til umbrotið svo það passi við lengd marktextans. Ef gögnin innihalda skjáskot af verkforritinu útbúum við staðfærð skjáskot byggð á staðfærðum hugbúnaðinum.

Mynd- og hljóðupptökur

Við þýðum einnig texta í mynd- og hljóðupptökum. Þá tökum við að sjálfsögðu tillit til þess að um talað mál er að ræða. Ef þú ert að leita að samstarfsaðila fyrir kvikmynda- eða hljóðvinnslu viljum við gjarnan bjóða okkur fram.